Umbúðamerkingar matvæla og pökkun

Current Status
Not Enrolled
Price
9900

Í reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda nr. 1294/2014 eru settar almennar kröfur um matvælauppslýsingar og skyldur stjórnenda matvælafyrirtækja. Gerð er sú grunnkrafa að öllum matvælum, sem ætluð eru fyrir lokaneytendur eða stóreldhús, skulu fylgja matvælaupplýsingar í samræmi reglugerðina. Markmiðið með pökkun er að varðveita gæði og heilnæmi matvæla og koma í veg fyrir spillingu þeirra í flutningi og geymslu. Einnig er með pökkun hægt að draga umtalsvert úr rýrnun og kemur ávinningur, sem af því hlýst, á móti kostnaði við pökkunina. Pökkuð vara verður fyrir minni skakkaföllum en ópökkuð og þéttar umbúðir draga mjög úr rýrnun vegna uppgufunar. Þótt megintilgangur með umbúðum sé að verja vörur mengun og skemmdum þá felst mikilvægt viðbótarmarkmið í því að koma upplýsingum til kaupenda og dreifingaraðila og að gera vöruna aðlaðandi.