
Leyfismál, gæðahandbók, innra eftirlit og stofnun fyrirtækja
Með þessu námskeiði, er þeim sem ætla að hefja smáframleiðslu matvæla, gert kleift að sækja sér þekkingu sem nýtist við umsókn um starfsleyfi, innra eftirlit og gerð gæðahandbókar.

Örverur á kjöti
Matvæli mega ekki valda neytendum skaða. Það er grundvallaratriði. Öll vinnsla matvæla og innra eftirlit og opinbert eftirlit gengur út á að tryggja öryggi matvæla.

Slátrun og kjötmat
Mannúðleg meðhöndlun sláturdýra stuðlar að auknum gæðum afurða. Ávinningur af góðri meðferð sláturdýra og kjöts er því mikill.

Söltun og reyking
Matarsalt gegnir margvíslegu hlutverki í matvælum. Fyrir utan að hafa sérstakt bragð hefur það ýmsan tæknilegan tilgang sem skiptir oft meginmáli fyrir lokaafurðina.

Umbúðamerkingar matvæla og pökkun
Þótt megintilgangur með umbúðum sé að verja vörur mengun og skemmdum þá felst mikilvægt viðbótarmarkmið í því að koma upplýsingum til kaupenda og dreifingaraðila og að gera vöruna aðlaðandi.