Inngangur

Mannúðleg meðhöndlun sláturdýra stuðlar að auknum gæðum afurða. Ávinningur af góðri meðferð sláturdýra og kjöts er því mikill.

Samkvæmt dýraverndarlögum er skylt að fara vel með öll dýr. Þar stendur einnig að óheimilt sé að hrekkja dýr eða meiða og að forðast skuli að ofbjóða kröftum þeirra og þoli. Mannúðleg meðhöndlun sláturdýra stuðlar að auknum gæðum afurða. Ávinningur af góðri meðferð sláturdýra og kjöts er því mikill.


Þetta vefrit fjallar um meðferð dýra síðustu sólarhringana fyrir slátrun, um aðferðir við aflífun og einnig um meðferð kjöts. Sérstök áhersla er lögð á velferð dýranna, þ.e. að góð meðferð dýra sé höfð að leiðarljósi.

Ábúendur á lögbýlum mega slátra eigin búfé á býlinu sjálfu eingöngu til eigin neyslu, löggjöf um velferð dýra gildir.

Heimilt að byggja sláturhús á býlum að uppfylltum kröfum í reglugerð um þannig starfsemi.

Reglur um slátrun eru skýrar, heimaslátrun til eigin nota á lögbýli krefst ekki sérstakra leyfa, en löggjöf um velferð dýra er þar í fullu gildi eins og annarsstaðar. Slátrun þar sem stefnt er að dreifingu og sölu afurða, hvort sem markaðurinn er nær eða fjær, krefst leyfis.

Tilgangur laga og reglna

Lög og reglur sem gilda um meðferð og slátrun búfjár og meðhöndlun kjöts eftir slátrun hafa þann tilgang að:

 • tryggja að kjöt af sjúkum dýrum komist ekki á markað
 • tryggja heilnæmi kjötsins
 • tryggja gæði kjötsins

Löggildingu frá Atvinnu- og nýsköpunarráðneyti og starfsleyfi frá Matvælastofnun þarf til að hefja slátrun á búfénaði til framleiðslu á kjöti til sölu og dreifingar á almennum markaði.  Þetta gerist í kjölfar umsóknar til ráðuneytisins og úttektar Matvælastofnunar þar sem allt þarf að vera í lagi varðandi aðstöðu, vinnuferla, búnað, gæðaeftirlit og umhverfi.

Tilgangurinn er að tryggja að kjöt af sjúkum dýrum komist ekki á markað og skaði almenning.  Reglunum er einnig ætlað að tryggja heilnæmi og gæði kjötsins.

Reglugerð og slátrun og meðferð sláturafurða

Ferskt kjöt sem boðið er til sölu á opinberum markaði í heilum skrokkum, hálfum skrokkum eða í fjórðungum, skal uppfylla eftirfarandi kröfur:

 1. Vera af dýrum sem slátrað er í löggiltu sláturhúsi.
 2. Vera af sláturdýrum sem hafa verið heilbrigðisskoðuð af kjötskoðunarlækni fyrir slátrun og reynst heilbrigð.
 3. Hafa verið meðhöndlað við fullnægjandi hreinlætisaðstæður.
 4. Hafa verið heilbrigðisskoðað af kjötskoðunarlækni eftir slátrun og reynst heilbrigt.
 5. Hafa heilbrigðismerki.
 6. Hafa verið metið af kjötmatsmanni og hlotið viðeigandi merkingu.
 7. Hafa verið geymt við fullnægjandi hreinlætisskilyrði.
 8. Hafa verið undir opinberu eftirliti í flutningum og geymslu.
 9. Hafa verið flutt við fullnægjandi aðstæður og því skal fylgja farmbréf og heilbrigðisvottorð ef um útflutning er að ræða.