Örverur á kjöti

Current Status
Not Enrolled
Price
9900

Matvæli mega ekki valda neytendum skaða. Það er grundvallaratriði. Öll vinnsla matvæla og innra eftirlit og opinbert eftirlit gengur út á að tryggja öryggi matvæla.  Við vinnslu, geymslu og dreifingu matvæla eru notaðar leiðir og aðferðir til að halda örverum sem geta skaðað fólk og skemmt mat í skefjum. Þess vegna eru alls konar viðmið um hitastig, sýrustig, örverumælingar o.fl. sett í reglugerðir og leiðbeiningar um opinbert eftirlit. Hættan af örverum er mest í afurðum úr dýraríkinu. Þess vegna eru reglur um þær strangari og eftirlit meira en fyrir önnur matvæli.