Matvælaöryggi og hreinlæti – Grunnnámskeið

kr.22,000.00

Flokkur:

Námskeiðið er grunnur að matarheilbrigði og veitir skilning á grundvallarreglum hreinlætis tengdum matvælaöryggi, er ætlað þeim sem með einum eða öðrum hætti koma að matvælavinnslu, framreiðslu matvæla eða dreifingu matvæla. Hvað er matvælaöryggi? Wikipedia svarar því svona Matvælaöryggi er tryggt þegar matur er meðhöndlaður, matreiddur og geymdur þannig að hættan á matarsjúkdómum er í algjöru lágmarki. Matvælaöryggi fjallar um það að matvælin séu örugg til neyslu. Trygging matvælaöryggis felst í því að fylgja venjubundnum eða stöðluðum verkferlum til að forðast heilsutjón neytandans. Matur getur borið sjúkdóma milli manna auk þess að vera gróðrarstía fyrir örverur sem geta valdið matareitrun.

Stutt skilgreining: Matvælaöryggi fjallar um hversu örugg matvæli eru til neyslu og hvort þau valdi heilsutjóni hjá neytendum.

Tilgangur námskeiðsins er að tryggja að þekking og skilningur aðila sem meðhöndla matvæli á matvælaöryggi og hreinlæti, sé gott, til að lágmarka áhættu á að skaðlegar sýkingar berist í matvæli og ógni þar með heilbrigði og öryggi neytenda.

Ummæli

There are no reviews yet.

Be the first to review “Matvælaöryggi og hreinlæti – Grunnnámskeið”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *